BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 12:57 Bílastæðaþjónusta EasyPark hefur verið aðgengileg á Íslandi eftir að fyrirtækið keypti Leggja árið 2019. Vísir/vilhelm Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis. Tækni Samgöngur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis.
Tækni Samgöngur Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira