Styrkja verður stöðu +50 Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 9. mars 2021 17:30 Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun