Styttist í að Svava Rós snúi aftur eftir að hafa meiðst í fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:45 Svava Rós í einum af sínum 24 leikjum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir söðlaði um fyrr á þessu ári og skipti um félag. Fór hún frá Kristianstad í Svíþjóð til Bordeaux í Frakklandi. Strax í fyrsta leik fyrir franska félagið meiddist Svava Rós. Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira
Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira