Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 21:01 Skógarhöggsmaður klífur rúmlega tveggja alda gamalt tré áður en það var fellt í dag. AP/Thibault Camus Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Berceskógur var konungsskógur á árum áður og þar eru mörg há eikartré. Átta af stærstu og mikilvægustu trjánum sem fella þarf vegna endurbyggingarinnar fundust í skóginum. Samkvæmt frétt France24 mun fyrsta tréð duga í átján metra langan bjálka sem verður í undirstöðum spírunnar. Spíran var 93 metra há og hafði einkennt Parísarborg í um rúm 150 ár þegar hún hrundi í bruna í apríl 2019. Það var svo mikið af eikarbjálkum í þaki dómkirkjunnar að þakið var kallað „la foret“ eða skógurinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í kjölfarið að hin 850 ára gamla dómkirkja yrði endurbyggð. Spíran yrði endurbyggð eftir upprunalegri hönnun en henni var bætt við árið 1859 og var það arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc sem hannaði hana á sínum tíma. Spíran er reist úr eik og þakin blýi. Áætlað er að höggva þurfi allt að þúsund 150 til 200 ára gömul eikartré í þessum mánuði vegna verksins. Nauðsynlegt er að fella trén fyrir loka marsmánaðar, áður en safinn í vefjum trjánna eykst, til að hægt sé að tryggja rétt rakastig . Reiknað er með að trén þurfi svo að þorna í á hálft annað ár, áður en vinnsla hefst. Sjá einnig: Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða þessi þúsund tré fell í um 200 skógum sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Fréttaveitan hefur eftir Michel Druilhe, sem er formaður nokkurs konar skógræktarsamtaka Frakklands, að svo til gott sem allir meðlimir iðnaðarins í Frakklandi taki þátt í átakinu.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira