Myndbandið hefur vakið gríðarlega mikla athygli um heim allan en það var tekið upp á dróna.
Staðurinn er staðsettur í Minneapolis í Bandaríkjunum og var myndbandið tekið upp í einni töku. Dróninn flýgur um allan staðinn og kemst til að mynda fyrir aftan keilubrautirnar og milli fóta á fólki.
Svo endar myndbandið nokkuð vel eins og sjá má hér að neðan.