Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2021 07:14 Tecnam P-Volt flugvélin í litum Widerøe í norsku landslagi á tölvugerðri mynd. Rolls-Royce Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. Stein Nilsen, framkvæmdastjóri Widerøe, segir að víðtækt flugvallanet Noregs með stuttum brautum sé tilvalið fyrir tækni með losun niður í núll. „Þessi flugvél sýnir hve fljótt hægt er að þróa nýja tækni og að við erum á réttri leið í markmiðum okkar um að fljúga án losunar í kringum 2025, “ segir Nilsen í yfirlýsingu um verkefnið. Fyrir heimsfaraldurinn sinnti Widerøe um fjögurhundruð áætlunarferðum á degi hverjum til 44 flugvalla. 74 prósent flugferðanna voru á leiðum styttri en 275 kílómetrar með flugtíma allt niður í sjö til fimmtán mínútur. Rafknúna P-Volt flugvélin er byggð á hinni ellefu sæta Tecnam P2012-flugvél. Er hún sögð tilvalin til að þjóna flugleiðum á norður- og vesturströnd Noregs. Verkefnið er styrkt af rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020. Áform fyrirtækjanna um rafvætt farþegaflug eftir aðeins fimm ár ganga mun framar því markmiði norskra stjórnvalda um að fyrstu rafmagnsvélarnar verði komnar í venjulegt innanlandsflug í Noregi árið 2030. Norska stjórnin hefur jafnframt sett sér það markmið að búið verði að draga úr losun innanlandsflugsins um áttatíu prósent árið 2040. Í fyrra spáði flugáhugamaðurinn Friðrik Pálsson því að sjö til átta ár væru í rafmagnsflugvélar í innanlandsflugi Íslendinga: Fréttir af flugi Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Tengdar fréttir Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19 Tillaga um orkuskipti í flugi samþykkt á Alþingi Þingsályktunartillaga umhverfis- og samgöngunefndar um orkuskipti í flugi var samþykkt samhljóða með atkvæðum 53 viðstaddra þingmanna á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 14:08 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stein Nilsen, framkvæmdastjóri Widerøe, segir að víðtækt flugvallanet Noregs með stuttum brautum sé tilvalið fyrir tækni með losun niður í núll. „Þessi flugvél sýnir hve fljótt hægt er að þróa nýja tækni og að við erum á réttri leið í markmiðum okkar um að fljúga án losunar í kringum 2025, “ segir Nilsen í yfirlýsingu um verkefnið. Fyrir heimsfaraldurinn sinnti Widerøe um fjögurhundruð áætlunarferðum á degi hverjum til 44 flugvalla. 74 prósent flugferðanna voru á leiðum styttri en 275 kílómetrar með flugtíma allt niður í sjö til fimmtán mínútur. Rafknúna P-Volt flugvélin er byggð á hinni ellefu sæta Tecnam P2012-flugvél. Er hún sögð tilvalin til að þjóna flugleiðum á norður- og vesturströnd Noregs. Verkefnið er styrkt af rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020. Áform fyrirtækjanna um rafvætt farþegaflug eftir aðeins fimm ár ganga mun framar því markmiði norskra stjórnvalda um að fyrstu rafmagnsvélarnar verði komnar í venjulegt innanlandsflug í Noregi árið 2030. Norska stjórnin hefur jafnframt sett sér það markmið að búið verði að draga úr losun innanlandsflugsins um áttatíu prósent árið 2040. Í fyrra spáði flugáhugamaðurinn Friðrik Pálsson því að sjö til átta ár væru í rafmagnsflugvélar í innanlandsflugi Íslendinga:
Fréttir af flugi Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Tengdar fréttir Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19 Tillaga um orkuskipti í flugi samþykkt á Alþingi Þingsályktunartillaga umhverfis- og samgöngunefndar um orkuskipti í flugi var samþykkt samhljóða með atkvæðum 53 viðstaddra þingmanna á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 14:08 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19
Tillaga um orkuskipti í flugi samþykkt á Alþingi Þingsályktunartillaga umhverfis- og samgöngunefndar um orkuskipti í flugi var samþykkt samhljóða með atkvæðum 53 viðstaddra þingmanna á Alþingi í dag. 3. febrúar 2021 14:08
Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24