Eldgos í sjó möguleiki Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 11:57 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga í dag. Skjáskot/Map.is Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23