Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 21:36 Ragnar Kristinsson birti í dag bréf til Lindu Pétursdóttur þar sem hann fer yfir það hvernig hann tikki í öll þau box sem Linda vill að mögulegur framtíðarkærasti uppfylli. Vísir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar. Ástin og lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar.
Ástin og lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira