Rætt verður um mismunandi tegundir blæðinga, ástæður þeirra og viðbrögð Vegagerðarinnar þegar þær koma upp. Enn fremur mun flutningageirinn koma sjónarmiðum sínum varðandi vegblæðingar á framfæri. Líkt og áður segir hefst fundurinn klukkan níu og stendur til 10:15.
Dagskrá:
- Opnun Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
- Blæðingar um vetur og sumar. Birkir Hrafn Jóakimsson, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar.
- Skemmdir í bikbundnum slitlögum. Pétur Pétursson hjá PP ráðgjöf.
- Sjónarmið flutningageirans Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður Samskipa innanlands.
- Hvaða úrræði höfum við? Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar.
- Spurningar og svör
Hægt er að spyrja spurninga í gegnum síðuna Sli.do með því að slá inn kóðanum: #vegagerd