Saga af bestu manneskju í heimi Ingileif Friðriksdóttir skrifar 16. mars 2021 13:32 Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun