Real Madrid kom sér áfram af öryggi með 3-1 sigri gegn Atalanta í gær. Real vann einvígið samtals 4-1.
Fyrsta markið í gær fékk Real á silfurfati eftir mistök Marco Sportiello í marki Atalanta. Luka Modric þakkaði fyrir sig og kom boltanum á Karim Benzema sem skoraði. Sergio Ramos skoraði svo úr víti sem Vinícius Junior nældi í.
Luis Muriel minnkaði muninn úr fallegri aukaspyrnu en Marco Asensio innsiglaði sigurinn fyrir Real.
Í Búdapest unnu City-menn Borussia Mönchengladbach 2-0 rétt eins og í fyrri leik liðanna. Fyrra mark City í gær var glæsilegt skot frá Kevin De Bruyne í slá og inn. Ilkay Gündogan bætti svo við öðru eftir frábæran undirbúning Phils Foden.