Leiknir Reykjavík eru nýliðar í Pepsi Max deildinni í sumar eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni á markatölu síðasta sumar. Liðið hefur nú þegar samið við sænska miðjumanninn Emil Berger og þá kom varnarmaðurinn Loftur Páll Eiríksson frá Þór Akureyri.
Hinn 21 árs gamli Octavio leikur framarlega á vellinum en hann lauk sóttkví í dag og skrifaði í kjölfarið undir samning. Hann hefur leikið með Academia FC í heimalandinu og NK Istra í Króatíu.
NÝR LEIKMAÐUR! #StoltBreiðholts
— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) March 18, 2021
VELKOMINN OCTAVIO!https://t.co/yi0aVOmbTV pic.twitter.com/teAklbS1jX
Leiknir var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli. Aðeins munaði marki á markatölu Fylkis og Leiknis, því fóru Árbæingar áfram í 8-liða úrslitin.
Leiknir heimsækir Stjörnuna í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar þann 23. apríl. Hilmar Árni Halldórsson mun þar með mæta sínum gömlu félögum í deildarleik í fyrsta skipti en hann hefur leikið með Stjörnunni frá árinu 2016.