Yfir og allt um kring Hólmfríður Árnadóttir skrifar 19. mars 2021 09:30 Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun