Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 19. mars 2021 10:01 Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar