Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2021 11:56 Frá mótmælum við sendiráð Kína í Lundúnum. Getty/David Cliff Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. Í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International er kallað eftir því að börnum sem hafi verið flutt á stofnanir án heimildar foreldra þeirra verði sleppt. Samtökin ræddu við foreldra sem hafa þurft að flýja frá Kína en neyddust til að skilja börn sín eftir hjá ættingjum og fjölskyldumeðlimum. Ekki hefur reynst mögulegt að ræða við fólk í héraðinu þar sem aðgengi að því er stýrt er yfirvöldum í Kína. Því þurftu rannsakendur Amnesty að ræða við fólk sem hafði flúið héraðið áður en aðgerðirnar í Xinjiang voru hertar til muna árið 2017, samkvæmt frétt BBC. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Minnst milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Rannsakendur Amnesty ræddu við sex fjölskyldur sem búa nú í Ástralíu, Kanada, Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi. Öll höfðu þau bundið vonir við að börn þeirra gætu fylgt þeim eftir á en segja að komið hafi verið í veg fyrir það. Mihriban Kader og Ablikim Memtinin flúðu til Ítalíu árið 2016. Þau skildu börn sín eftir hjá foreldrum annars þeirra en skömmu eftir það var afinn yfirheyrður af lögreglu og amman flutt í áðurnefndar fangabúðir. Mihriban sagði aðra ættingja þeirra ekki hafa viljað taka við börnunum af ótta við að enda einnig í fangabúðum. Þrjú barnanna voru send í sérstakar búðir fyrir munaðarleysingja en eitt, það elsta, var flutt í heimavistarskóla. Eftir að foreldrar þeirra fengu leyfi frá yfirvöldum í Ítalíu til að flytja þau þangað, reyndu börnin að komast í ræðismannsskrifstofu Ítalíu í Sjanghæ. Lögreglan flutti þau þá aftur til Xinjiang. „Börn mín eru nú í haldi yfirvalda í Kína og ég veit ekki fyrir víst hvort ég muni geta hitt þau aftur,“ hefur Amnesty eftir Mihriban. Hann segir það versta að fyrir þeim sé eins og foreldrar þeirra séu ekki til lengur. Í öðru dæmi þá flúðu þau Omer og Meryem Faruh til Tyrklands í lok árs 2016. Dætur þeirra tvær, fimm og sex ára, skildu þau eftir hjá foreldrum annars þeirra. Það var vegna þess að þeim var ekki kleift að taka börnin úr landi þá vegna aldurs þeirra. Önnur börn komust með þeim. Afinn og amman enduðu þó skömmu seinna í fangabúðum og Omer og Meryem hafa ekkert heyrt af börnum sínum síðan þá. „Við höfum ekki heyrt raddir dætra okkar í 1.594 daga,“ hefur Amnesty eftir Omer. „Við grátum á næturnar og reynum að fela sorg okkar fyrir börnunum sem eru hér með okkur.“ Ráðamenn í Kína segjast ekki halda Úígúrum í fangabúðum, heldur sé um endurmenntunarbúðir að ræða. Þá þvertaka þeir fyrir að mannréttindabrot séu framin í Xinjiang og saka fólk sem hefur stigið fram um að vera lygarar og/eða leikarar. Þá hafa Kínverjar verið sakaðir um að notað ættingja þeirra sem flúið hafa frá Xinjiang til að ógna þeim til þess að þaga. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International er kallað eftir því að börnum sem hafi verið flutt á stofnanir án heimildar foreldra þeirra verði sleppt. Samtökin ræddu við foreldra sem hafa þurft að flýja frá Kína en neyddust til að skilja börn sín eftir hjá ættingjum og fjölskyldumeðlimum. Ekki hefur reynst mögulegt að ræða við fólk í héraðinu þar sem aðgengi að því er stýrt er yfirvöldum í Kína. Því þurftu rannsakendur Amnesty að ræða við fólk sem hafði flúið héraðið áður en aðgerðirnar í Xinjiang voru hertar til muna árið 2017, samkvæmt frétt BBC. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Minnst milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Rannsakendur Amnesty ræddu við sex fjölskyldur sem búa nú í Ástralíu, Kanada, Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi. Öll höfðu þau bundið vonir við að börn þeirra gætu fylgt þeim eftir á en segja að komið hafi verið í veg fyrir það. Mihriban Kader og Ablikim Memtinin flúðu til Ítalíu árið 2016. Þau skildu börn sín eftir hjá foreldrum annars þeirra en skömmu eftir það var afinn yfirheyrður af lögreglu og amman flutt í áðurnefndar fangabúðir. Mihriban sagði aðra ættingja þeirra ekki hafa viljað taka við börnunum af ótta við að enda einnig í fangabúðum. Þrjú barnanna voru send í sérstakar búðir fyrir munaðarleysingja en eitt, það elsta, var flutt í heimavistarskóla. Eftir að foreldrar þeirra fengu leyfi frá yfirvöldum í Ítalíu til að flytja þau þangað, reyndu börnin að komast í ræðismannsskrifstofu Ítalíu í Sjanghæ. Lögreglan flutti þau þá aftur til Xinjiang. „Börn mín eru nú í haldi yfirvalda í Kína og ég veit ekki fyrir víst hvort ég muni geta hitt þau aftur,“ hefur Amnesty eftir Mihriban. Hann segir það versta að fyrir þeim sé eins og foreldrar þeirra séu ekki til lengur. Í öðru dæmi þá flúðu þau Omer og Meryem Faruh til Tyrklands í lok árs 2016. Dætur þeirra tvær, fimm og sex ára, skildu þau eftir hjá foreldrum annars þeirra. Það var vegna þess að þeim var ekki kleift að taka börnin úr landi þá vegna aldurs þeirra. Önnur börn komust með þeim. Afinn og amman enduðu þó skömmu seinna í fangabúðum og Omer og Meryem hafa ekkert heyrt af börnum sínum síðan þá. „Við höfum ekki heyrt raddir dætra okkar í 1.594 daga,“ hefur Amnesty eftir Omer. „Við grátum á næturnar og reynum að fela sorg okkar fyrir börnunum sem eru hér með okkur.“ Ráðamenn í Kína segjast ekki halda Úígúrum í fangabúðum, heldur sé um endurmenntunarbúðir að ræða. Þá þvertaka þeir fyrir að mannréttindabrot séu framin í Xinjiang og saka fólk sem hefur stigið fram um að vera lygarar og/eða leikarar. Þá hafa Kínverjar verið sakaðir um að notað ættingja þeirra sem flúið hafa frá Xinjiang til að ógna þeim til þess að þaga.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. 19. mars 2021 10:47
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30