Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 23:00 Jón Jónsson útilokar ekki gistipartý hjá Sverri Bergmann í ljósi stöðunnar. Aðsend Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa. Meðal þeirra sem skemmtu á ballinu eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann, ólíkt félaga sínum Auðunni Blöndal sem einnig skemmti á tónleikunum, er sem stendur fastur í Keflavík. „Ég var bara að frétta af því núna. Ég var bara að koma af sviðinu,“ segir Jón léttur í samtali við Vísi. „Þetta hittir samt ágætlega á því fjölskyldan er á Akureyri. Ég ætlaði að fljúga aftur á morgun en það verður að koma í ljós.“ „Ætli við förum ekki bara heim til Sverris Bergmann, hann býr hérna í Njarðvík og var að spila á undan mér.“ Stemning hjá Swess Auðunn Blöndal mun þó ekki leita skjóls hjá Sverri í nótt þar sem hann komst til Reykjavíkur í tæka tíð. Á leiðinni sá hann gosið greinilega, en mikill fjöldi bíla var á Reykjanesbrautinni. „Það var rosalegt. Það er bíl í bíl, ég veit ekki hvernig fólk ætlar að snúa við,“ segir Auddi sem var nýkominn heim þegar blaðamaður náði af honum tali. „Ég vorkenni fólkinu sem ætlaði að kíkja á þetta, það er örtröð alveg frá álverinu og upp að N1 í Hafnarfirði.“ Hann segist þó feginn að hafa náð að komast heim til sín, á löglegum hraða, áður en brautinni var lokað. Vinir hans sem urðu eftir geti þó treyst á Sverri. „Það verður stemning hjá honum í kvöld.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Tengdar fréttir Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21 Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39 Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Meðal þeirra sem skemmtu á ballinu eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann, ólíkt félaga sínum Auðunni Blöndal sem einnig skemmti á tónleikunum, er sem stendur fastur í Keflavík. „Ég var bara að frétta af því núna. Ég var bara að koma af sviðinu,“ segir Jón léttur í samtali við Vísi. „Þetta hittir samt ágætlega á því fjölskyldan er á Akureyri. Ég ætlaði að fljúga aftur á morgun en það verður að koma í ljós.“ „Ætli við förum ekki bara heim til Sverris Bergmann, hann býr hérna í Njarðvík og var að spila á undan mér.“ Stemning hjá Swess Auðunn Blöndal mun þó ekki leita skjóls hjá Sverri í nótt þar sem hann komst til Reykjavíkur í tæka tíð. Á leiðinni sá hann gosið greinilega, en mikill fjöldi bíla var á Reykjanesbrautinni. „Það var rosalegt. Það er bíl í bíl, ég veit ekki hvernig fólk ætlar að snúa við,“ segir Auddi sem var nýkominn heim þegar blaðamaður náði af honum tali. „Ég vorkenni fólkinu sem ætlaði að kíkja á þetta, það er örtröð alveg frá álverinu og upp að N1 í Hafnarfirði.“ Hann segist þó feginn að hafa náð að komast heim til sín, á löglegum hraða, áður en brautinni var lokað. Vinir hans sem urðu eftir geti þó treyst á Sverri. „Það verður stemning hjá honum í kvöld.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Tengdar fréttir Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21 Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39 Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21
Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39
Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45