Gosið kom Kristínu á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 00:06 Rætt var við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesskaga er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni H. Þórarinsson er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni H. Þórarinsson er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira