Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 12:29 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. „Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28