Hvar er lífsýnið „mitt“? Erna Bjarnadóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir skrifa 21. mars 2021 18:00 Sunnudaginn 14. mars birtist grein eftir annan höfunda þessarar greinar á visir.is þar sem varpað var upp spurningum um lagalega umgjörð þess að flytja vörslu og meðferð lífsýna íslenskra kvenna frá Krabbameinsfélagi Íslands (KÍ) til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Ýmis lög og reglur gilda um meðferð og vörslu lífsýna. Á þau getur reynt ef endurskoða þarf eldri sýni, til dæmis ef upp kemur grunur um einhvern misbrest og slík endurskoðun er víst venjubundið verklag þegar leghálskrabbamein greinist. Það virtist því ástæða til að kanna hvaða ráðstafanir HH hefur gert til að tryggja bæði öryggi í meðferð sýnanna þ.m.t. persónuvernd og svo lagalega stöðu sína gagnvart sjúklingum. Hver er réttur minn? Við lifum í býsna flóknum heimi og stundum liggur við að ástæða sé til að ætla að stjórnvöld hreinlega sniðgangi lög sem þó eiga að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum og eðlilegan málshraða afgreiðslu mála. Þannig hefur verið beint spurningum um þetta mál bæði til HH, Landspítalans og Embættis landlæknis (EL) nú síðustu daga og vikur. Skemmst er þar frá að segja að HH svarar engu efnislega og ber við annríki en hinar stofnanirnar tvær sinna fyrrgreindri skyldu sinni. Í 19. gr. laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 segir: „Kröfur um bætur samkvæmt lögum þessum fyrnast þegar fjögur ár eru liðin frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Krafan fyrnist þó eigi síðar en þegar tíu ár eru liðin frá atvikinu sem hafði tjón í för með sér.“ Í stuttu máli þýðir þessi lagagrein t.d. það að lífsýni sem tekið er til að skima fyrir leghálskrabbameini þarf að varðveita í 10 ár. Til samræmis við þetta segir þannig m.a. í 2. gr. reglna um um lífsýnasafn frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins: „Söfnun, markmið og rekstrargrundvöllur. 2.1. Lífsýnum til smásjárskoðunar hefur verið safnað á vegum Krabbameinsfélagsins síðan 1964. Miðað er við að eðlileg sýni séu geymd í tíu ár. Önnur sýni eru varðveitt og er óheimilt að eyða þeim. 2.2. Rekstur safnsins er tryggður með þjónustusamningi félagsins við Sjúkratryggingar Íslands.“ Nú í vikunni var beint erindi til EL þar sem óskað var eftir afriti af umsókn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landlæknis um leyfi til að reka lífsýnasafn vegna flutnings þess verkefnis að skima fyrir leghálskrabbameini og sjá um greiningar sýna til HH. Í svari embættisins segir m.a. eftirfarandi: „Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga ná ekki til tímabundinnar vörslu lífsýna sem tekin eru vegna þjónustu við einstaklinginn. Tímabundin varsla telst vera varðveisla þjónustusýna í allt að fimm ár. Sé óskað eftir varðveislu slíkra sýna til frambúðar skal vista þau í lífsýnasafni.“ Síðar í svarinu segir svo: „Lífsýni sem tekin eru við skimun fyrir leghálskrabbameini og send til greiningar flokkast sem þjónustusýni og falla þar af leiðandi á því stigi ekki undir fyrrnefnd lög. Flutningur lífsýna úr landi er heimill, sé hann í þágu lífsýnisgjafa og með þeim skilyrðum að hann uppfylli ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Fleiri spurningar vakna en svör fást við Hvers vegna telur EL allt í einu núna að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því gildi ekki um þetta lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000, eins og berlega er hér gefið í skyn. Hver verður réttur minn ef i ljós kemur t.d. eftir 8 ár að hin danska rannsóknastofa hefur gert mistök við greiningu á lífsýninum okkar sem getur leitt til að bótakrafa stofnast samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu? Hver verður réttur minn ef i ljós kemur t.d. eftir 8 ár að hin danska rannsóknastofa hefur gert mistök við greiningu á lífsýnunum okkar sem getur leitt til að bótakrafa stofnast samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu? Með öðrum orðum: Hvaða lög og reglur eiga við um varðveislu og aðgang íslenskum lífsýnum sem geymd eru í DK og verða þau örugglega geymd nægilega lengi. Hvert munu konur geta leitað réttar síns ef til kemur? Þess ber að geta að sambærilegri spurningu hefur verið varpað til HH sem hún hefur ekki svarað. Í svari EL segir síðan síðar: „Komi til þess að sýnin verði flutt aftur til Íslands, til áframhaldandi varðveislu, þarf annað tveggja; að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sæki um leyfi heilbrigðisráðherra til stofnunar og reksturs lífsýnasafns skimunarsýna, eða að sýnin verði verðveitt sem hluti af þegar starfandi lífsýnasafni hér á landi.“ Með öðrum orðum HH hefur ekki sótt um leyfi til að starfrækja lífsýnasafn, engar reglur um starfrækslu þess eru því eðli máls til og enginn veit að því virðist hvar eða hve lengi sýnin verða geymd eftir að greiningu þeirra er lokið. Hvers vegna þarf almenningur að standa þessa vakt? Í ljósi þess sem að framan er rakið og eftir atvikum svarafátækt frá HH, virðist þessi þáttur málsins í algeru skötulíki. Það er auðvitað með ólíkindum að konur í úthverfum höfuðborgarinnar þurfi að grafast fyrir um þetta mál og hvað þá að komast að þessari niðurstöðu. Lífsýni er fingrafarið okkar, við látum það ekki af hendi við hvern sem er né í hvaða tilgangi sem er. Við stjórnvöld segjum við: Komið þessu í lag, strax í gær og látið okkur vinsamlega einnig vita hvert á að senda reikninginn fyrir okkar vinnu og fyrirhöfn við að takast á við þetta mál sem aldrei átti svo mikið sem að þurfa að vera til umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 14. mars birtist grein eftir annan höfunda þessarar greinar á visir.is þar sem varpað var upp spurningum um lagalega umgjörð þess að flytja vörslu og meðferð lífsýna íslenskra kvenna frá Krabbameinsfélagi Íslands (KÍ) til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Ýmis lög og reglur gilda um meðferð og vörslu lífsýna. Á þau getur reynt ef endurskoða þarf eldri sýni, til dæmis ef upp kemur grunur um einhvern misbrest og slík endurskoðun er víst venjubundið verklag þegar leghálskrabbamein greinist. Það virtist því ástæða til að kanna hvaða ráðstafanir HH hefur gert til að tryggja bæði öryggi í meðferð sýnanna þ.m.t. persónuvernd og svo lagalega stöðu sína gagnvart sjúklingum. Hver er réttur minn? Við lifum í býsna flóknum heimi og stundum liggur við að ástæða sé til að ætla að stjórnvöld hreinlega sniðgangi lög sem þó eiga að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum og eðlilegan málshraða afgreiðslu mála. Þannig hefur verið beint spurningum um þetta mál bæði til HH, Landspítalans og Embættis landlæknis (EL) nú síðustu daga og vikur. Skemmst er þar frá að segja að HH svarar engu efnislega og ber við annríki en hinar stofnanirnar tvær sinna fyrrgreindri skyldu sinni. Í 19. gr. laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 segir: „Kröfur um bætur samkvæmt lögum þessum fyrnast þegar fjögur ár eru liðin frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Krafan fyrnist þó eigi síðar en þegar tíu ár eru liðin frá atvikinu sem hafði tjón í för með sér.“ Í stuttu máli þýðir þessi lagagrein t.d. það að lífsýni sem tekið er til að skima fyrir leghálskrabbameini þarf að varðveita í 10 ár. Til samræmis við þetta segir þannig m.a. í 2. gr. reglna um um lífsýnasafn frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins: „Söfnun, markmið og rekstrargrundvöllur. 2.1. Lífsýnum til smásjárskoðunar hefur verið safnað á vegum Krabbameinsfélagsins síðan 1964. Miðað er við að eðlileg sýni séu geymd í tíu ár. Önnur sýni eru varðveitt og er óheimilt að eyða þeim. 2.2. Rekstur safnsins er tryggður með þjónustusamningi félagsins við Sjúkratryggingar Íslands.“ Nú í vikunni var beint erindi til EL þar sem óskað var eftir afriti af umsókn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landlæknis um leyfi til að reka lífsýnasafn vegna flutnings þess verkefnis að skima fyrir leghálskrabbameini og sjá um greiningar sýna til HH. Í svari embættisins segir m.a. eftirfarandi: „Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga ná ekki til tímabundinnar vörslu lífsýna sem tekin eru vegna þjónustu við einstaklinginn. Tímabundin varsla telst vera varðveisla þjónustusýna í allt að fimm ár. Sé óskað eftir varðveislu slíkra sýna til frambúðar skal vista þau í lífsýnasafni.“ Síðar í svarinu segir svo: „Lífsýni sem tekin eru við skimun fyrir leghálskrabbameini og send til greiningar flokkast sem þjónustusýni og falla þar af leiðandi á því stigi ekki undir fyrrnefnd lög. Flutningur lífsýna úr landi er heimill, sé hann í þágu lífsýnisgjafa og með þeim skilyrðum að hann uppfylli ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Fleiri spurningar vakna en svör fást við Hvers vegna telur EL allt í einu núna að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því gildi ekki um þetta lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000, eins og berlega er hér gefið í skyn. Hver verður réttur minn ef i ljós kemur t.d. eftir 8 ár að hin danska rannsóknastofa hefur gert mistök við greiningu á lífsýninum okkar sem getur leitt til að bótakrafa stofnast samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu? Hver verður réttur minn ef i ljós kemur t.d. eftir 8 ár að hin danska rannsóknastofa hefur gert mistök við greiningu á lífsýnunum okkar sem getur leitt til að bótakrafa stofnast samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu? Með öðrum orðum: Hvaða lög og reglur eiga við um varðveislu og aðgang íslenskum lífsýnum sem geymd eru í DK og verða þau örugglega geymd nægilega lengi. Hvert munu konur geta leitað réttar síns ef til kemur? Þess ber að geta að sambærilegri spurningu hefur verið varpað til HH sem hún hefur ekki svarað. Í svari EL segir síðan síðar: „Komi til þess að sýnin verði flutt aftur til Íslands, til áframhaldandi varðveislu, þarf annað tveggja; að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sæki um leyfi heilbrigðisráðherra til stofnunar og reksturs lífsýnasafns skimunarsýna, eða að sýnin verði verðveitt sem hluti af þegar starfandi lífsýnasafni hér á landi.“ Með öðrum orðum HH hefur ekki sótt um leyfi til að starfrækja lífsýnasafn, engar reglur um starfrækslu þess eru því eðli máls til og enginn veit að því virðist hvar eða hve lengi sýnin verða geymd eftir að greiningu þeirra er lokið. Hvers vegna þarf almenningur að standa þessa vakt? Í ljósi þess sem að framan er rakið og eftir atvikum svarafátækt frá HH, virðist þessi þáttur málsins í algeru skötulíki. Það er auðvitað með ólíkindum að konur í úthverfum höfuðborgarinnar þurfi að grafast fyrir um þetta mál og hvað þá að komast að þessari niðurstöðu. Lífsýni er fingrafarið okkar, við látum það ekki af hendi við hvern sem er né í hvaða tilgangi sem er. Við stjórnvöld segjum við: Komið þessu í lag, strax í gær og látið okkur vinsamlega einnig vita hvert á að senda reikninginn fyrir okkar vinnu og fyrirhöfn við að takast á við þetta mál sem aldrei átti svo mikið sem að þurfa að vera til umræðu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun