Ákveðið var að taka sýni úr allri áhöfninni eftir að einkennalýsing var gefin upp. Eftir sýnatökur í gærkvöldi reyndust tíu þeirra vera smitaðir af kórónuveirunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi nú í kvöld. Hinir smituðu eru nú allir í einangrun um borð og aðrir skipverjar í sóttkví.
Að því er fram kemur í tilkynningu hefur allt tengt smitunum gengið vel fyrir sig. Aðgerðarstjórn telur því ekki hættu á að smitið muni dreifa sér frekar, en aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna gáfu leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir um borð í samvinnu við umboðsmann útgerðarinnar og skipstjóra skipsins.