Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 08:38 Svæðinu við gosið í Geldingadal hefur verið lokað vegna gasmengunar. Þá er veður einnig mjög slæmt á svæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira