Staðfestir höfnun á innflutningi fugla sem voru aflífaðir fyrir þremur árum Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:41 Skrautfuglarnir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þeirra á meðal voru gárar eins og þessi. Stöð 2 Tæpur þremur árum eftir að á þriðja hundrað skrautfuglar voru aflífaðir að kröfu Matvælastofnunar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að hafna innflutningi á fuglunum. Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni. Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Gæludýraverslunin Dýraríkið í Holtagörðum flutti inn 358 unga skrautfugla frá Hollandi í febrúar árið 2018. Þeir voru hafðir í sóttkví sem átti upphaflega að standa yfir í fjórar vikur. Sníkjudýr greindist í fuglunum í sóttkvínni, þar á meðal svonefndur norrænn fuglamítill í fyrsta skipti á Íslandi. Norræni fuglamítillinn er sagður þekktur skaðvaldur erlendis, meðal annars á alifuglabúum. Hætta hafi verið á að smit bærist í aðra fugla og að mítillinn næði fótfestu hérlendis með tilheyrandi tjóni. Töluverðar deilur upphófust á milli eigenda Dýraríkisins og Matvælastofnunar vegna fuglanna. Stofnuni krafðist þess að þeir yrðu aflífaðir en eigendurnir töldu hægt að meðhöndla þá með lyfjum. Úr varð að 232 fuglar sem eftir lifðu voru aflífaðir í júlí 2018. Þá höfðu 37% þegar drepist í sóttkvínni, að því er kemur fram í ákvörðun ráðuneytisins um að staðfesta höfnun innflutningsins sem var birt í dag. Ráðuneytið féllst ekki á rök innflytjandans um að Matvælastofnun hefði hvorki sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs við meðferð málsins. Matvælastofnun hefði kannað hvort hægt væri að útrýma mítlinum en taldi að ekki væri hægt að sýna fram á fullnægjandi aðferð til þess. „Ráðuneytið taldi að ekki væri hægt að tryggja að smit bærist ekki í aðra fugla í landinu. Samkvæmt 15. gr. laga um innflutning dýra bæri Matvælastofnun að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma sem upp koma í einangrunarstöðvum. Var því höfnun innflutnings staðfest af ráðuneytinu,“ segir í ákvörðuninni.
Dýr Stjórnsýsla Gæludýr Fuglar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent