Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Gunnar Guðbjörnsson skrifar 23. mars 2021 11:57 Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun