Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2021 19:45 Formaður Samfylkingarinnar sakar ríkisstjórnina um að leysa eigi aukið atvinnuleysi á næstu árum með niðurskurði og skattahækkunum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir. Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Í kynningu á fjármálaáætlun í gær sagði fjármálaráðherra aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa skilað miklum árangi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist í fyrra og samdráttur í efnahagslífinu verið mun minni en reiknað hefði verið með. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að samkvæmt þessari fjármálaáætlun yrðu 35 prósent fleiri atvinnulausir á þessu ári en gert hefði verið ráð fyrir í áætlun fyrir jól. Það væru rúmlega fimm þúsund manns. Logi Einarsson segir að nú séu 35 prósent fleiri án atvinnu en áætlanir fyrir jól hefðu gert ráð fyrir.Vísir/Vilhelm „Í kynningunni skautar ríkisstjórnin svo algerlega framhjá því að það er gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi í lok tímabilsins 2023. Það er fimmtíu milljarða kostnaður fyrir ríkissjóð á hverju ári. Sá kostnaður mun haldast um ókomna tíð ef ekki verður ráðist að rót vandans sem er fjölda atvinnuleysið,“ sagði Logi. Ef svartsýnustu spár gengju eftir ætti hiins vegar að grípa til „afkomubætandi“ ráðstafana sem þýddi niðurskurð og eða skattahækkanir. „Það er ekkert sérlega geðsleg pólitík sýn sem felst í því að sætta sig við áframhaldandi atvinnuleysi en hóta svo með ótilgreindum niðurskurðartillögum í lok tímabilsins til þess eins að ná einhverju sérstöku óska skuldahlutfalli,“ segir Logi. Forsætisráðherra segir allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa gengið út á að tryggja afkomu fólks og vinna gegn langtíma atvinnuleysi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samhengið skipta máli þar sem ríkisstjórnin hefði beitt sér til að draga úr efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Mesta hættan stafaði af langtíma atvinnuleysi. „Þess vegna snúast aðgerðir ríkisstjórnarinnar nákvæmlega um þetta. Að tryggja ráðningarsamband fólks. Að tryggja afkomu fólks. Tryggja það að við sköpum fleiri störf. Við munum sjá núna aukningu í fjárfestingum ríkisins. Það hefur töluvert verið rætt um opinbera fjárfestingu, hlut ríkis og sveitarfélaga í henni þar sem við erum líka að skapa störf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira