Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi og brýnir fyrir almenningi að haga sér skynsamlega. Vísir/Vilhelm Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira