„Þetta þrífst bara í myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Silja er ein af okkar færustu leikstjórum. Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira