Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 13:12 Arnar Þór Viðarsson fullyrti að ekki hefði verið í boði að velja Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðshópinn. EPA-EFE/Friedemann Vogel Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55