Samþykktu samruna Kviku, TM og Lykils Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 07:47 Húsakynni Kviku banka í Borgartúni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hluthafafundir Kviku banka, TM og Lykils fjármögnunar samþykktu í gær að sameina félögin þrjú undir nafni og kennitölu Kviku. TM og Lykli verður þannig slitið án skuldaskila og félögin algerlega sameinuð Kviku. Í tilkynningu kemur fram að samkvæmt samrunaáætlun félaganna frá í febrúar skuli réttindum og skyldum TM og Lykils reikningslega lokið þann 1. janúar 2021 og taki Kvika við öllum réttindum og skyldum TM og Lykils frá þeim tíma, þar á meðal skuldabréfaflokkum TM og Lykils. Marinó Örn Tryggvason og Sigurður Viðarsson, forstjórar Kviku og TM, munu áfram gegna stöðum sínum í kjölfar samrunans. Marinó Örn verður forstjóri Kviku og Sigurður verður forstjóri TM trygginga hf. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs frá og með 1. apríl 2021. Stjórnir gera ráð fyrir að tekju- og kostnaðarsamlegð muni skila 2,7 til 3,0 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta hærri en ef félögin hefði ekki sameinast, að þremur árum liðnum. Sigurður Viðarsson.TM Auka samkeppni og fjölbreytni Í tilkynningunni er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að sameiningin marki kaflaskil á vegferð sem hófst með stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar hf. árið 1956. Sameinað félag sé í senn gríðarlega öflugt og í einstakri stöðu til að auka samkeppni og fjölbreytni í fjármála- og tryggingaþjónustu á Íslandi, hluthöfum og viðskiptavinum sínum til hagsbóta. „Ég er hluthöfum þakklátur fyrir þann eindregna stuðning sem samruninn fékk á hluthafafundi í dag og trú hluthafa á þeim ávinningi sem samruninn felur í sér er stjórnendum mikil hvatning í þeim verkefnum sem fram undan eru. Nú tekur við samþætting starfsemi þriggja félaga með það að markmiði að nýta það besta frá hverju félagi og mynda sterka heild sem er í stakk búin að vinna að velgengni samstæðunnar um ókomin ár. Tryggingaþjónusta sameinaðs félags verður áfram undir merkjum TM og rétt eins og allt frá árinu 1956 verður markmiðið óbreytt, að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi tryggingaþjónustu. Samruninn mun gera þjónustu okkar fjölbreyttari og setja kraft í þróun fjölbreyttra og nútímalegra þjónustuleiða í fjármála- og tryggingaþjónustu. Við hefjum þennan nýja kafla full eftirvæntingar,“ segir Sigurður. Marinó Örn Tryggvason.Kvika Meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöllinni Þá er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku, að með sameiningu Kviku við TM og Lykil verði til eitt áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sameinað félag verði meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöll, enda um einn stærsta samruna síðustu ára að ræða. „Undirbúningur sameiningarinnar hefur gengið vel og ég er starfsmönnum þakklátur fyrir hvað þeir hafa lagt á sig á undanförnum mánuðum í undirbúningsvinnunni. Fjármálafyrirtæki er hluti af mikilvægum innviðum samfélagsins og eru jafnmikilvæg hagkerfinu og samgöngur fyrir ferðalanga. Sameinað félag mun geta gegnt mikilvægu hlutverki í að fjármagna nauðsynlega viðspyrnu hagkerfisins sem og auka samkeppni á fjármálamarkaði. Líklega verða varanlegar breytingar á samskiptum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum þegar samfélagið verður eðlilegra á ný. Nýjar venjur munu verða til og jafnvel þær rótgrónustu breytast. Alls staðar í kringum okkur eru fjármálafyrirtæki að leggja aukna áherslu á einfaldari og þægilegri þjónustu. Félagið er bæði fjárhagslega sterkt og með getu til þess að ná árangri í þessu umhverfi. Það felast mikil tækifæri í því að einfalda fjármálaþjónustu og með því auka markshlutdeild félagsins. Nú er verkefnið að láta tækifærin verða að veruleika,“ er haft eftir Marinó. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að samkvæmt samrunaáætlun félaganna frá í febrúar skuli réttindum og skyldum TM og Lykils reikningslega lokið þann 1. janúar 2021 og taki Kvika við öllum réttindum og skyldum TM og Lykils frá þeim tíma, þar á meðal skuldabréfaflokkum TM og Lykils. Marinó Örn Tryggvason og Sigurður Viðarsson, forstjórar Kviku og TM, munu áfram gegna stöðum sínum í kjölfar samrunans. Marinó Örn verður forstjóri Kviku og Sigurður verður forstjóri TM trygginga hf. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs frá og með 1. apríl 2021. Stjórnir gera ráð fyrir að tekju- og kostnaðarsamlegð muni skila 2,7 til 3,0 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta hærri en ef félögin hefði ekki sameinast, að þremur árum liðnum. Sigurður Viðarsson.TM Auka samkeppni og fjölbreytni Í tilkynningunni er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að sameiningin marki kaflaskil á vegferð sem hófst með stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar hf. árið 1956. Sameinað félag sé í senn gríðarlega öflugt og í einstakri stöðu til að auka samkeppni og fjölbreytni í fjármála- og tryggingaþjónustu á Íslandi, hluthöfum og viðskiptavinum sínum til hagsbóta. „Ég er hluthöfum þakklátur fyrir þann eindregna stuðning sem samruninn fékk á hluthafafundi í dag og trú hluthafa á þeim ávinningi sem samruninn felur í sér er stjórnendum mikil hvatning í þeim verkefnum sem fram undan eru. Nú tekur við samþætting starfsemi þriggja félaga með það að markmiði að nýta það besta frá hverju félagi og mynda sterka heild sem er í stakk búin að vinna að velgengni samstæðunnar um ókomin ár. Tryggingaþjónusta sameinaðs félags verður áfram undir merkjum TM og rétt eins og allt frá árinu 1956 verður markmiðið óbreytt, að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi tryggingaþjónustu. Samruninn mun gera þjónustu okkar fjölbreyttari og setja kraft í þróun fjölbreyttra og nútímalegra þjónustuleiða í fjármála- og tryggingaþjónustu. Við hefjum þennan nýja kafla full eftirvæntingar,“ segir Sigurður. Marinó Örn Tryggvason.Kvika Meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöllinni Þá er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku, að með sameiningu Kviku við TM og Lykil verði til eitt áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sameinað félag verði meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöll, enda um einn stærsta samruna síðustu ára að ræða. „Undirbúningur sameiningarinnar hefur gengið vel og ég er starfsmönnum þakklátur fyrir hvað þeir hafa lagt á sig á undanförnum mánuðum í undirbúningsvinnunni. Fjármálafyrirtæki er hluti af mikilvægum innviðum samfélagsins og eru jafnmikilvæg hagkerfinu og samgöngur fyrir ferðalanga. Sameinað félag mun geta gegnt mikilvægu hlutverki í að fjármagna nauðsynlega viðspyrnu hagkerfisins sem og auka samkeppni á fjármálamarkaði. Líklega verða varanlegar breytingar á samskiptum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum þegar samfélagið verður eðlilegra á ný. Nýjar venjur munu verða til og jafnvel þær rótgrónustu breytast. Alls staðar í kringum okkur eru fjármálafyrirtæki að leggja aukna áherslu á einfaldari og þægilegri þjónustu. Félagið er bæði fjárhagslega sterkt og með getu til þess að ná árangri í þessu umhverfi. Það felast mikil tækifæri í því að einfalda fjármálaþjónustu og með því auka markshlutdeild félagsins. Nú er verkefnið að láta tækifærin verða að veruleika,“ er haft eftir Marinó.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira