Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, þar sem stiklað er á stóru yfir veður yfir páskahátíðina. Suðvestan 13-20 m/s og rigning á laugardag, en þurrt fyrir austan. Snýst í norðan 10-18 með snjókomu síðdegis og um kvöldið, fyrst á Vestfjörðum. Ört kólnandi veður.
Þá má búast vil ákveðinni norðanátt og éljum á páskadag, þó síst sunnanlands, og talsverðu frosti.
Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðvestan 10-18 m/s, en yfirleitt hægari S-lands. Léttskýjað á A-verðu landinu, annars skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Suðvestan 13-20 og súld eða rigning, en þurrt eystra. Snýst eftir hádegi og um kvöldið í norðan og norðvestan 10-18 með snjókomu og ört kólnandi veðri, fyrst NV-til.
Á sunnudag (páskadagur):
Hvöss norðanátt og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Lægir V-lands um kvöldið. Frost 4 til 15 stig.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðvestlæg átt og él, en þurrt á SA- og A-landi. Dregur úr frosti SV-lands.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og yfirleitt þurrt, áfram kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands.