Hinn 25 ára gamli Áki Egilsnes er örvhent skytta frá Færeyjum og hefur verið í herbúðum KA frá 2017. Ekki er ljóst hvort Áki haldi aftur heim á leið en hann lék með VÍF í Færeyjum áður en hann samdi við KA.
KA er sem stendur í 9. sæti Olís-deildar karla með 15 stig að loknum 14 leikjum. Deildin er sem stendur á ís þar sem íþróttir eru ekki leyfðar vegna kórónuveirufaraldursins. Óvíst er hvenær deildin fer aftur af stað.