Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 14:27 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04