Nærvera í fjarverunni Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 9. apríl 2021 12:30 Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Félags kvenna í atvinnulífinu er í dag, 9. apríl, en félagið var stofnað árið 1999. Frá þeim tíma hafa orðið straumhvörf í atvinnulífinu, bæði út frá kynjasjónarmiðum, menntunarstigi og á sviði nýsköpunar og tækni. Í upphafi var félagið eingöngu opið konum í eigin atvinnurekstri en seinna var það einnig opnað fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu. Áherslur félagsins hafa breyst í gegnum tíðina rétt eins og það umhverfi sem konur í atvinnulífinu búa við. Frá því að Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað hafa konur gert sig æ meira gildandi í ýmsum atvinnurekstri, í stjórnendastöðum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera auk þess sem þær hafa látið til sín taka í mun meiri mæli í stjórnmálum. Hlutfall kvenna á öllum þessum sviðum hefur farið vaxandi ár frá ári og sá raunveruleiki sem blasti við konum í atvinnulífinu fyrir öllum þessum árum síðan verður æ fjarlægari. Fjórða iðnbyltingin með öllum sínum tækniframförum sem tengjast gervigreind, sjálfvirknivæðingu og tilheyrandi samfélagsbreytingum hefur vissulega haft mikil áhrif á atvinnulífið á síðustu árum. Sú breyting hefur ekki aðeins náð til nýsköpunarfyrirtækja, heldur til samfélagsins alls. Frá því í febrúar 2020 hefur Covid-19 haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og umbylt atvinnulífshefðum og -menningu með öllum sínum rafrænu fundum, ráðstefnum og samskiptum. Í síkviku umhverfi er mikilvægt að grípa þau tækifæri sem þetta breytta umhverfi skapar og nýta þau til vaxtar. Þetta umbreytingatímabil hefur heldur betur haft áhrif á starf FKA á síðasta ári. Félag sem gengur út á tenglsamyndun, sýnileika og hreyfiafl var ekki undir það búið að 1200 félagskonur myndu sitja að mestu leyti hver í sínu horni í heilt ár án þess að mega hittast. En þó að við getum ekki haft stjórn á blessaðri veirunni þá höfum við val um viðbrögð okkar í aðstæðunum. Við höfðum val um að gefast ekki upp og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda viðburði og viðhalda félagsandanum með nýjum aðferðum. Á einni nóttu var fundin leið til að halda starfinu gangandi. Opnunarviðburður FKA breyttist úr hátíðlegri móttöku með veisluföngum, í samveru og útivist í Heiðmörkinni, þar sem mynduð var 200 metra löng keðja 100 kvenna í Búrfellsgjá sem tákn um samstöðu og einingu. Í stað Viðurkenningarhátíðar í Gamla bíó með 3-400 gestum var sendur út sjónvarpsþáttur til allra landsmanna á Hringbraut. Ráðstefnur voru færðar yfir á netið og félagskonur buðu í fyrirtækjaheimsóknir með opnum rafrænum heimboðum. Ýmsir fræðslufundir og samvera færðist á Teams og Zoom eða út undir bert loft eftir því sem hentaði. Með þessu móti fengu félagskonur um allt land og í raun allan heim tækifæri til virkrar þátttöku í starfi FKA. Það sem fram til þessa hafði ekki komið til álita reyndist á endanum þjappa okkur saman, var umhverfisvænt og alls kyns tillögur að nethittingum urðu að veruleika. Hægt er að fullyrða að samtal og jafnræði meðal félagskvenna hefur því aukist samhliða þeim áskorunum sem Covid-19 hefur fært okkur þó að auðvitað komi ekkert algjörlega í stað hefðbundinna samverustunda í raunheimum. Það er mín trú að minn mesti þroski og mikilvægasta reynsla hafi komið í gegnum erfið og óþægileg verkefni. Ég held að svo sé einnig í starfi FKA. Ég er sannfærð um að við munum nýta þann lærdóm sem við getum dregið af síðasta ári og fjölga tækifærum kvenna til að velja sjálfar hvaðan þær sækja viðburði á vegum félagsins. Í vikunni var t.d. hádegisverðarfundur þar sem ein félagskona kom úr Þykkvabænum og önnur frá Þýskalandi. Fjarlægðin var engin hindrun fyrir þessar konur til að taka virkan þátt í starfinu, enda ótakmarkað sætapláss á netinu og sviðið er okkar allra. Þann 17. apríl verður fyrsta sameiginlega ráðstefna landsbyggðadeilda FKA frá Vestur-, Norður- og Suðurlandi haldin rafrænt og eftir atvikum á Bifröst ef sóttvarnarreglur munu heimila það. Á ráðstefnunni, sem er opin almenningi, verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar undir yfirskriftinni „Ný heimssýn á nýju tímabili – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni“. Það má segja að þessi ráðstefna sé nokkurs konar afkvæmi Covid-19 og samstarfs landsbyggðadeildanna í tilefni af því og frábært dæmi um það hvernig ný tækifæri fæðast í breyttum aðstæðum. Þannig má með sanni segja að FKA hafi fengið tækifæri til að sýna kjark og þor til að laga sig að breyttum aðstæðum kvenna í atvinnulífinu og auka samtakamátt þeirra á meðal. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun