Zlatan sagður brjóta siðareglur FIFA og gæti fengið langt bann Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 12:01 Zlatan lék með sænska landsliðinu gegn Georgíu og Kósovó í undankeppni HM í lok síðasta mánaðar. EPA/Janerik Henriksson Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér háa sekt og langt keppnisbann fyrir brot á siðareglum FIFA. Þetta fullyrðir sænski miðillinn Aftonbladet í dag. Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna. Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Sjá meira
Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Sjá meira