Geðheilbrigðisþjónusta er lífsspursmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:30 Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Viðreisn Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar