Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2021 19:13 Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, segir ákvörðun um að slíta samstarfi við Íslandsspil vera gæfuspor. sAMSETT Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. „Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“ Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
„Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“
Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31
Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34