Sterkar vísbendingar um að eldfjallagasið muni hafa áhrif á heilsu fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2021 19:00 Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds, hefur rannsakað eldfjallagas um allan heim. Hún hefur til dæmis starfað á Suðurskautslandinu, á Hawaii, í Japan, Nicaragua og víðar. Hún kom til landsins þegar óróapúlsinn hófst og hefur verið við rannsóknir við eldstöðvarnar undanfarnar vikur. Sterklega má gera ráð fyrir að eldfjallagasið úr Geldingadölum muni leiða til aukinna öndunarfærasjúkdóma, sérstaklega hjá fólki í nálægri byggð. Börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru sérstaklega útsett fyrir menguninni. Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þetta segir Evgenia Ilynskaya, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Leeds. Hún hefur rannsakað áhrif eldfjallagass á heilsu fólks um allan heim, og meðal annars hér heima í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Rannsóknin leiddi í ljós að mengunin hafði áhrif á heilsu fólks og telur hún flest benda til þess að sama verði upp á teningnum nú – ekki síst hve nálægt byggð gosið í Geldingadölum er. „Það lítur allt út fyrir það. Við vitum að gasið sem kemur upp úr gosinu hefur áhrif bæði til skamms tíma á heilsu fólks en líka líklega til langs tíma,” segir Evgenia. „Þetta gos er frekar lítið en það er svo nálægt byggð að mér finnst líklegt, byggt á því sem við vitum til dæmis frá Holuhrauni, að fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma og lungnateppu gæti farið að finna fyrir auknum óþægindum og þurft að leita sér oftar lækniaðstoðar, eða kaupi meira af astmalyfjum.“ Fyrst og fremst sé um öndunarfæravandamál að ræða. „Svo hefur fólk kvartað undan ógleði, höfuðverkjum og hjartasjúkdómum,“ segir hún. Fólk með undirliggjandi vandamál sé útsettast en að gasið geti haft áhrif á alla. „Þetta á líka við um heilbrigð börn, því þau eru viðkvæmari fyrir loftmengun.“ Evgenia segir að gasmengun geti alltaf verið hættuleg og nefnir dæmi um eldfjallið Aso í Japan sem er vinsæll ferðamannastaður. „Þar hafa orðið dauðsföll, þegar gasmengunin hefur lagst yfir útsýnispallinn. Í öllum tilfellum var það fólk sem er með astma og lét lífið nánast samstundis. Þannig að þar var tekin ákvörðun um að setja upp viðvörunarkerfi og svæðið þá rýmt þegar gasmengunin fer yfir mjög lítinn styrk sem heilbrigt fólk finnur ekki fyrir en getur sett fólk með undirliggjandi sjúkdóma í hættu. Það hafa ekki orðið fleiri sorgleg tilfelli eftir að þetta var sett upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Heilsa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira