Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:45 Eigendur Manchester United og Tottenham Hotspur voru hlynntir stofnun ofurdeildar Evrópu. vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina. Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjá meira
UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina.
Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjá meira