Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 11:37 Útlit er fyrir að bólusetning starfsmanna leikskóla hefjist í kringum næstu mánaðamót. Vísir/vilhelm Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi í dag að reiknað væri með því að bólusetning skólastarfsmanna myndi hefjast í kringum næstu mánaðarmót. „Þá munu kennarar og starfsmenn í leikskólum sennilega ganga fyrir. Það er líka á þeim grunni að leikskólar þurfa að vera opnir áfram á meðan skólar loka þannig að við erum bara að skipuleggja það núna.“ Þórólfur sagði fyrr í dag að leikskólasýkingin væri „gríðarlega stór að umfangi“ og að ekki væri farið að sjá fyrir endann á henni. Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafa greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Leikskólakennarar og stjórnendur gagnrýna fyrirkomulagið Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla tilheyrir bólusetningahópi átta sem er næst síðasti forgangshópurinn samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Í þessari viku á að bólusetja fólk í hópi sjö sem er með undirliggjandi langvinnandi sjúkdóma og framundan er bólusetning fólks á aldrinum 60 til 70 ára í hópi sex. Er það síðasti aldurshópurinn í bólusetningahópnum. Leikskólakennarar og stjórnendur hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og bent á að mikil nánd sé á leikskólum og erfitt eða ómögulegt að halda fjarlægð á milli samstarfsmanna og barna. Með kvíðahnút í maganum Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg í Reykjavík, er ein þeirra sem gerir athugasemd við að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki sett starfsmenn leikskóla framar í forgangsröðunina. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær segist hún vera með kvíðahnút í maganum yfir fréttum af hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa og vita til þess að fleiri leikskólastafsmenn upplifi svipaðan kvíða. Sóttvarnalæknir segir málið vera flókið úrlausnar. „Það að taka leikskólakennarana núna fram fyrir þýðir að það eru einhverjir aðrir áhættuhópar sem ýtast aftar og það er vandamálið. Ef þessi hópsýking hefði komið upp einhvers staðar annars staðar þá hefðu menn kannski líka spurt: „Af hverju tökum við ekki þessa hópa fram fyrir?“ svo við getum endalaust verið að elta það,“ sagði hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir sem starfa í leikskóla vita að nándin þar er sérlega mikil, mjög erfitt að halda fjarlægð á milli starfsmanna og...Posted by Anna Margrét Ólafsdóttir on Sunday, April 18, 2021 Fólk þegið boð sem hefði mátt bíða Anna Margrét kallar eftir endurskoðun í ljósi þess að breska afbrigði kórónuveirunnar sem nú er allsráðandi hér á landi virðist smita börn meira en önnur afbrigði. „Nýverið voru heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana boðaðir í bólusetningu og auðvitað þáðu margir slíkt boð þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki starfað í faginu í áratugi því flest viljum við nú láta bólusetja okkur. Hrikalegt klúður hjá skipuleggjendum bólusetninganna,“ segir Anna Margrét. Þórólfur beindi því sérstaklega til þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinntu ekki sjúklingum að afþakka fyrsta boð sitt í bólusetningu og hleypa frekar öðrum að. Þó eru dæmi þess að fólk í þeirri stöðu hafi þegið bólusetningu. Anna Margrét segir að hefðbundnar sóttvarnaráðstafanir dugi ekki til í þeim aðstæðum sem leikskólarnir starfi í. „Nú er í samfélaginu sérlega smitandi afbrigði veirunnar sem auk þess virðist frekar smita börn en önnur fyrri afbrigði. Nándin í leikskólanum gerir það að verkum að komist veiran þangað inn verður fjandinn laus þrátt fyrir að starfsfólk passi sig almennt mjög vel og sé að sótthreinsa sameiginlega snertifleti yfir daginn.“ Sóttvarnalæknir geri sér ekki grein fyrir eðli starfsins Leikskólakennarinn Bryndís Gunnarsdóttir segir misræmi vera í því að stjórnvöld leggi áherslu á halda leikskólum opnum en sleppi því að setja starfsfólk leikskóla framar í bólusetningaröðina. „Ef ég færi í skimun og úrvinnslusóttkví við öll einkenni þá væri ég í vinnu 4 daga af 5 í hverri viku. Þannig er starf leikskólakennara. Mikið álag veldur líka kvefeinkennum. Er samt búin að fara 8 sinnum í skimun síðan í mars á síðasta ári,“ skrifar hún á Twitter. Það myndi vanta örugglega 1/3 af fólkinu í hverri viku. Við getum ekki tekið það á okkur og bara hlaupið hraðar til að mæta þeirri manneklu sem myndi skapast. Fólk er nú þegar að bugast.— Bryndis Gunnarsdottir (@bryndisg75) April 18, 2021 Hún segist reglulega vera með fjögurra og fimm ára gömul börn í fanginu á sér og í sumum aðstæðum sé óhjákvæmilegt að vera nær samstarfsfólki en sem nemur einum metra. „Það er ekki af ástæðulausu að leikskólafólk er ósátt við núverandi stöðu. Sóttvarnalæknir virðist ekki alveg gera sér grein fyrir því hvernig starf í leikskólum lítur út. Nándin er mjög mikil, líka á milli starfsfólks,“ segir Bryndís. Ekki hægt að leggja það á samstarfsfólk að fara endurtekið í skimun Hún telur að ef allt starfsfólk myndi fara í skimun í hvert skipti sem það fyndi fyrir minnstu veikindaeinkennum og væri frá vinnu á meðan niðurstöðu væri beðið gæti starfsliðið dregist saman um þriðjung. „Við getum ekki tekið það á okkur og bara hlaupið hraðar til að mæta þeirri manneklu sem myndi skapast. Fólk er nú þegar að bugast,“ segir Bryndís. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði í samtali við RÚV í gær að margir leikskólakennarar hafi lýst furðu á því að starfsfólk leikskólanna hafi ekki verið bólusett í ljósi þeirrar áherslu sem hefur verið lögð á að halda leikskólunum opnum. Þá sagði hann málefnarök fyrir því að starfsfólki leikskóla verði forgangsraðað innan bólusetningarhópsins sem það tilheyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Smitum fjölgar á leikskólanum Jörfa: Starfsfólk, börn og foreldrar í sóttkví fram á föstudag Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví. 17. apríl 2021 21:17 22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví 22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa. 17. apríl 2021 11:36 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi í dag að reiknað væri með því að bólusetning skólastarfsmanna myndi hefjast í kringum næstu mánaðarmót. „Þá munu kennarar og starfsmenn í leikskólum sennilega ganga fyrir. Það er líka á þeim grunni að leikskólar þurfa að vera opnir áfram á meðan skólar loka þannig að við erum bara að skipuleggja það núna.“ Þórólfur sagði fyrr í dag að leikskólasýkingin væri „gríðarlega stór að umfangi“ og að ekki væri farið að sjá fyrir endann á henni. Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafa greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Leikskólakennarar og stjórnendur gagnrýna fyrirkomulagið Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla tilheyrir bólusetningahópi átta sem er næst síðasti forgangshópurinn samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Í þessari viku á að bólusetja fólk í hópi sjö sem er með undirliggjandi langvinnandi sjúkdóma og framundan er bólusetning fólks á aldrinum 60 til 70 ára í hópi sex. Er það síðasti aldurshópurinn í bólusetningahópnum. Leikskólakennarar og stjórnendur hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og bent á að mikil nánd sé á leikskólum og erfitt eða ómögulegt að halda fjarlægð á milli samstarfsmanna og barna. Með kvíðahnút í maganum Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg í Reykjavík, er ein þeirra sem gerir athugasemd við að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki sett starfsmenn leikskóla framar í forgangsröðunina. Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær segist hún vera með kvíðahnút í maganum yfir fréttum af hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa og vita til þess að fleiri leikskólastafsmenn upplifi svipaðan kvíða. Sóttvarnalæknir segir málið vera flókið úrlausnar. „Það að taka leikskólakennarana núna fram fyrir þýðir að það eru einhverjir aðrir áhættuhópar sem ýtast aftar og það er vandamálið. Ef þessi hópsýking hefði komið upp einhvers staðar annars staðar þá hefðu menn kannski líka spurt: „Af hverju tökum við ekki þessa hópa fram fyrir?“ svo við getum endalaust verið að elta það,“ sagði hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir sem starfa í leikskóla vita að nándin þar er sérlega mikil, mjög erfitt að halda fjarlægð á milli starfsmanna og...Posted by Anna Margrét Ólafsdóttir on Sunday, April 18, 2021 Fólk þegið boð sem hefði mátt bíða Anna Margrét kallar eftir endurskoðun í ljósi þess að breska afbrigði kórónuveirunnar sem nú er allsráðandi hér á landi virðist smita börn meira en önnur afbrigði. „Nýverið voru heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana boðaðir í bólusetningu og auðvitað þáðu margir slíkt boð þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki starfað í faginu í áratugi því flest viljum við nú láta bólusetja okkur. Hrikalegt klúður hjá skipuleggjendum bólusetninganna,“ segir Anna Margrét. Þórólfur beindi því sérstaklega til þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinntu ekki sjúklingum að afþakka fyrsta boð sitt í bólusetningu og hleypa frekar öðrum að. Þó eru dæmi þess að fólk í þeirri stöðu hafi þegið bólusetningu. Anna Margrét segir að hefðbundnar sóttvarnaráðstafanir dugi ekki til í þeim aðstæðum sem leikskólarnir starfi í. „Nú er í samfélaginu sérlega smitandi afbrigði veirunnar sem auk þess virðist frekar smita börn en önnur fyrri afbrigði. Nándin í leikskólanum gerir það að verkum að komist veiran þangað inn verður fjandinn laus þrátt fyrir að starfsfólk passi sig almennt mjög vel og sé að sótthreinsa sameiginlega snertifleti yfir daginn.“ Sóttvarnalæknir geri sér ekki grein fyrir eðli starfsins Leikskólakennarinn Bryndís Gunnarsdóttir segir misræmi vera í því að stjórnvöld leggi áherslu á halda leikskólum opnum en sleppi því að setja starfsfólk leikskóla framar í bólusetningaröðina. „Ef ég færi í skimun og úrvinnslusóttkví við öll einkenni þá væri ég í vinnu 4 daga af 5 í hverri viku. Þannig er starf leikskólakennara. Mikið álag veldur líka kvefeinkennum. Er samt búin að fara 8 sinnum í skimun síðan í mars á síðasta ári,“ skrifar hún á Twitter. Það myndi vanta örugglega 1/3 af fólkinu í hverri viku. Við getum ekki tekið það á okkur og bara hlaupið hraðar til að mæta þeirri manneklu sem myndi skapast. Fólk er nú þegar að bugast.— Bryndis Gunnarsdottir (@bryndisg75) April 18, 2021 Hún segist reglulega vera með fjögurra og fimm ára gömul börn í fanginu á sér og í sumum aðstæðum sé óhjákvæmilegt að vera nær samstarfsfólki en sem nemur einum metra. „Það er ekki af ástæðulausu að leikskólafólk er ósátt við núverandi stöðu. Sóttvarnalæknir virðist ekki alveg gera sér grein fyrir því hvernig starf í leikskólum lítur út. Nándin er mjög mikil, líka á milli starfsfólks,“ segir Bryndís. Ekki hægt að leggja það á samstarfsfólk að fara endurtekið í skimun Hún telur að ef allt starfsfólk myndi fara í skimun í hvert skipti sem það fyndi fyrir minnstu veikindaeinkennum og væri frá vinnu á meðan niðurstöðu væri beðið gæti starfsliðið dregist saman um þriðjung. „Við getum ekki tekið það á okkur og bara hlaupið hraðar til að mæta þeirri manneklu sem myndi skapast. Fólk er nú þegar að bugast,“ segir Bryndís. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði í samtali við RÚV í gær að margir leikskólakennarar hafi lýst furðu á því að starfsfólk leikskólanna hafi ekki verið bólusett í ljósi þeirrar áherslu sem hefur verið lögð á að halda leikskólunum opnum. Þá sagði hann málefnarök fyrir því að starfsfólki leikskóla verði forgangsraðað innan bólusetningarhópsins sem það tilheyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Smitum fjölgar á leikskólanum Jörfa: Starfsfólk, börn og foreldrar í sóttkví fram á föstudag Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví. 17. apríl 2021 21:17 22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví 22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa. 17. apríl 2021 11:36 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Smitum fjölgar á leikskólanum Jörfa: Starfsfólk, börn og foreldrar í sóttkví fram á föstudag Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví. 17. apríl 2021 21:17
22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví 22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa. 17. apríl 2021 11:36
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30