Curry með ótrúlega skotsýningu í sigri á toppliðinu í austrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:31 Stephen Curry hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og undanfarnar vikur. getty/Rich Schultz Stephen Curry og Nikola Jokic áttu stórkostlega leiki fyrir lið sín, Golden State Warriors og Denver Nuggets, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira