Skólakerfið og það sem var og það sem er Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. apríl 2021 09:31 Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Viðreisn Skóla - og menntamál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Kennaranum sem bjargaði okkur frá slæmum ákvörðunum eða óæskilegri atburðarás. Við munum líka eftir kennaranum sem okkur féll ekkert sérstaklega vel við, þessum sem við áttum ekki skap saman með eða þeim sem voru að kenna námsefni sem náði ekki til okkar. Kennarar geta geta haft töluverð áhrif á líf barna og ungmenna með eldmóði sínum. En það er ekki bara kennarinn sem er svo mikill áhrifavaldur á það hvernig til tekst heilt á litið. Þar er það fyrst og fremst skólakerfið sjálf, umgjörðin sem er sköpuð um námið og allt skólastarfið. Því megum við ekki missa sjónar af skólakerfinu þegar við ræðum menntun barna og ungmenna og færni þeirra til að taka þátt í lífinu. Breytingar í þágu fortíðar Rammann um allt skólastarf finnum við í viðmiðunarstundaskrá. Hún kveður á um hvaða námsgreinar skuli kenna í grunnskólum landsins og í hvað margar klukkustundir grunnskólagönguna á enda. Í farvatninu eru breytingar á þessari viðmiðunarstundaskrá og hefur menntamálaráðherra lagt fram tillögu að breytingu sem þykir umdeild, m.a. meðal kennara. Margir hafa af því áhyggjur að tillögurnar feli í sér minni sveigjanleika og minna frelsi fyrir skóla til að útfæra skipulag skólastarfsins. Ráðherra leggur til að viðmiðunarstundaskrá njörvi enn frekar niður tímafjölda ákveðinna námsgreina á kostnað faglegs frelsis. Ramminn um kennslutilhögun verður því enn þrengri en nú er. Skólastjórnendur og kennarar hafa notað þetta frelsi til að skapa námsumhverfi sem hentar þeim hóp nemenda sem stundar nám í skólanum hverju sinni. Nemendahópar eru fjölbreyttir innan einstakra skóla, milli skóla og milli skólahverfa. Skólarnir þurfa að hafa ráðrúm til að bregðast við þeim fjölbreytileika svo best henti hverjum nemendahóp. Viðmiðunarstundaskrá 21. aldarinnar Við viljum stöðugleika í menntakerfið okkar en um leið ákveðið frelsi. Það má aldrei verða að kerfið festist svo fast í sjálfu sér að það komi í veg fyrir framfarir og styðji ekki við þær breytingar sem er að verða á samfélaginu. Við heyrum ákall um meiri sveigjanleika, meira faglegt frelsi til að skapa og vinna með þau sameiginlegu markmið sem stefnt er að: framúrskarandi menntakerfi þar sem leiðarljósið er nám fyrir alla óháð stétt, stöðu, kyni, fötlun eða annarra þátta. Í viðmiðunarstundarskrá 21. aldarinnar gæti jafnvel verið þörf á nýjum námsgreinum eins og gervigreind nema gengið verði enn lengra og þær ekki skilgreindar nema að hluta og í takt við þá þróun sem á sér stað. Líkt og aðrar þjóðir erum við að ganga í gegnum afar miklar samfélagslegar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og stafrænni byltingu. Endurskoðun á viðmiðunarstundaskrá þarf að endurspegla þessar breytingar og líta til þeirra færniþátta sem kallað er eftir. Þar sjáum við megináherslu á samskipti, samvinnu, sköpun og færni til að greina upplýsingar, meta þær og vega til gagns. Við þurfum kjark til að breyta Við verðum að hugsa vítt til þess að allir rúmist innan rammanns en ekki bara sumir. Við verðum líka að bera traust til þeirra sem fylgja ástríðu sinni og gerast kennarar eða skólastjórnendur og gera þeim fært að fara sínar faglegu leiðir. En ekki niðurnjörva allt skólastarf niður á sömu einu ríkisleiðina, þar sem fókusinn er á fjölda mínútna á námsgreinar. Við viljum framúrskarandi skólakerfi sem styður við öll börn og ungmenni með þeim hætti að þau verði sterkir sjálfstæðir einstaklingar sem hafa færni í farteskinu til að ganga lífsins veg. Verða virkir þátttakendur í samfélaginu okkar, gefa af sér og skapa ný tækifæri um leið og við gerum þær kröfur að vera læs á upplýsingar og hafa getu til að greina, meta og vega. Leiðin að því skólastarfi verður að vera á hendi þeirra sem hafa faglegu þekkinguna og hafa menntað sig til þess veigamikla verkefnis. Stjórnvöld þurfa að skapa rétta rammann og vera á tánum við að endurskoða kerfið til að það sé það besta fyrir umhverfi barna okkar hverju sinni. Breytingar á tímum nýrrar iðnbyltingar eru miklar og hraðar. Það sem þótti best, fyrir ekki lengra en áratug síðan, er það ekki lengur. Skólakerfið þarf svigrúm og sveigjanleika til að geta brugðist við þessum nýja veruleika í stað þess að vera bundið í báða skó við að telja mínútur í skólakerfi sem hentaði betur á síðustu öld. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun