„Vonaðist eftir því að fá að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2021 10:31 Sigurþór hefur verið edrú í fjóra mánuði en ætlar sér að standa sig að þessu sinni. Sigurþór Jónsson hefur barist við alkóhólisma frá sextán ára aldri sem hefur gengið svo langt að hann bjó á götunni. Hann hefur nú verið edrú í tæpa fjóra mánuði og sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Sem ungur krakki haga ég mér illa og fer að stela peningum úr veskinu hennar mömmu og fer að verða til vandræða í skóla. Svona gengur þetta alla mína grunnskólagöngu. Ég á mjög erfitt með að læra,“ segir Sigurþór sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Sigurþór segir að stjúpfaðir hans sem er nú látinn hafi ekki reynst honum vel. „Þegar hann drakk var ég alltaf með kvíða sem byggðist alltaf upp með árunum. Hann beitti fjölskylduna bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera,“ segir Sigurþór sem tók fyrsta drykkinn í partíi sextán ára gamall. „Mér fannst þetta ógeðslega gaman en það var ekkert svona sem sat eftir,“ segir hann en þegar Sigurþór prófaði sterkari efni líkt og kókaín: „þá gerðist eitthvað og það var eins og það hafi tekið af mér kvíðann.“ Algjör sturlun Hann viðurkennir að fyrst um sinn hafi lífið orðið betra og í raun miklu betra. „Það var þannig í mörg ár. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast, fara í partý, hitta stelpur. Ævintýrin sem fylgdu neyslunni og drykkjunni á þessum tíma voru bara sturluð.“ Svona gekk þetta í mörg ár. Sigurþór var samt sem áður þarna mikill golfari og gekk vel. En þegar Sigurþór fór að nálgast þrítugsaldurinn fór þó gamanið að kárna. Sigurþór hefur ítrekað farið í meðferð. „Þetta hættir að verða gaman og þetta fór að vera erfitt. Þetta fór að vera svona eins og ég gat ekki án þess verið,“ segir Sigurþór. Þegar faðir hans lést eftir baráttu við krabbamein breyttust hlutirnir hratt. „Þá er ég bara orðinn dópisti og farinn að nota á hverjum einasta degi. Það snýst allt um það að eiga kók, eða róandi lyf eða áfengi. Ég reyndi eitthvað að berjast í gegnum þetta og segja öllum að þetta væri ógeðslega gaman en það var það alls ekki. Þarna er ég byrjaður að særa fjölskylduna mína meira en nokkur tímann ég hefði geta gert mér grein fyrir. Þarna þarf mamma mín að leita sér gríðarlegrar hjálpar og hún grennist ógeðsleg hratt og öll fjölskyldan mín á um sárt að binda. Þetta var ekki eitthvað sem ég var að hugsa þá, svo sannarlega ekki. Ég kom mér í gríðarlega miklar skuldir og eyddi þessum arfi mínum mjög hratt og örugglega, því miður.“ Sökk dýpra en nokkru sinni fyrr Sigurþór skuldaði margar milljónir sem fjölskyldan sá um á þessum tíma að yrðu borgaðar þannig að hann myndi ekki lenda illa í óæskilegu fólki. Það stoppaði hann þó ekki í neyslunni. „Ég varð hræddur og mér var hótað. Þetta fór aldrei lengra og þetta fór allt betur en ég þorði nokkur tímann að vona,“ segir Sigurþór sem hefur stolið, sært og logið af fjölmörgum sem hann elskar. Hann hefur farið ítrekað í meðferð en varð fyrst almennilega edrú árið 2013 og fór þá á Hlaðgerðarkot og var þar í hálft ár. „Þá var ég búinn að vera á götunni í einhverja mánuði og þetta var hrikalega erfiður tími,“ segir Sigurþór sem fór síðan að selja fíkniefni tveimur árum síðar, neytti ekki sjálfur í fyrstu en ákvað síðan að prófa bara smá sem varð til þess að hann sökk dýpra en nokkru sinni fyrr. Sigurþór hefur glímt við mikinn kvíða í mörg ár. „Þarna er ég í því í rauninni í fjórtán mánuði. Búið að taka bílinn af mér, credit og debit kortin farin og bara búið að svipta mig, það átti bara eftir að svipta mig upp á geðdeild á Landspítala. Ég var farinn að haltra og með kæki í augunum og bjó á götunni. Ég var ógeðslega grannur og vond lykt af mér. Ég var vakandi meira og minna allt þetta ár og náði mest að vera vakandi í fjórtán daga í röð.“ Þarna voru allir, vinir og fjölskylda búin að gefast upp á honum og bjuggust fáir við að hann myndir nokkru tímann komast út úr þessu ástandi. „Ég vonaðist eftir því að fá að deyja út af vanlíðan. Ég sá enga leið og hugsaði með mér, jæja Sigurþór nú þarft þú að fara koma þér í burtu. Þú þarft eiginlega að fara drepa þig og þetta er í mér mjög lengi. Ég fæ heimsókn frá handrukkara og mér eru settir einhverjir afarkostir. Ég sé mig ekki koma mér út úr þessu og þarna sá ég svartasta skammdegi í lífi mínu.“ Á þessum tíma var hann í blokk í Keflavík. Vissi af byssunni „Ég vissi af byssu sem ég gæti komist í og þá sendir vinkona mömmu minnar mér sms. Hún spyr hvernig ég sé, og ég svara henni að ég sé ekki góður. Hún sendir að ég verði bara að fremja einhvern glæp svo lögreglan handtaki mig og komi mér fyrir inni á geðdeild. Þarna brotnaði ég niður og þetta var algjör vendipunktur.“ Hann fer þarna í enn eina meðferðina þrátt fyrir að hafa reynt að komast inn á geðdeild en hafi verið hafnað þrátt fyrir að vera í sjálfsvígshugleiðingum. „Ég varð þarna edrú í eitt og hálft ár en það er alltaf eitthvað sem dregur mig aftur á fyllerí. Það eru þessi óuppgerðu mál sem eru í mér, reiði, kvíði, þráhyggja, gríðarleg meðvirkni. Þegar ég dett í þennan gaur og gleymi mér, þá er stutt í það að ég detti í það.“ Núna hefur hann verið edrú frá því í desember og segist vera hræddur að falla. „Það hef ég aldrei verið og það er ákveðið batamerki. Ég er skíthræddur við það að falla, verða stjórnlaus og vita ekki hvað ég á að gera. Þetta er bara einn dagur í einu,“ segir Sigurþór en hér að neðan má horfa á innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Sem ungur krakki haga ég mér illa og fer að stela peningum úr veskinu hennar mömmu og fer að verða til vandræða í skóla. Svona gengur þetta alla mína grunnskólagöngu. Ég á mjög erfitt með að læra,“ segir Sigurþór sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Sigurþór segir að stjúpfaðir hans sem er nú látinn hafi ekki reynst honum vel. „Þegar hann drakk var ég alltaf með kvíða sem byggðist alltaf upp með árunum. Hann beitti fjölskylduna bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera,“ segir Sigurþór sem tók fyrsta drykkinn í partíi sextán ára gamall. „Mér fannst þetta ógeðslega gaman en það var ekkert svona sem sat eftir,“ segir hann en þegar Sigurþór prófaði sterkari efni líkt og kókaín: „þá gerðist eitthvað og það var eins og það hafi tekið af mér kvíðann.“ Algjör sturlun Hann viðurkennir að fyrst um sinn hafi lífið orðið betra og í raun miklu betra. „Það var þannig í mörg ár. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast, fara í partý, hitta stelpur. Ævintýrin sem fylgdu neyslunni og drykkjunni á þessum tíma voru bara sturluð.“ Svona gekk þetta í mörg ár. Sigurþór var samt sem áður þarna mikill golfari og gekk vel. En þegar Sigurþór fór að nálgast þrítugsaldurinn fór þó gamanið að kárna. Sigurþór hefur ítrekað farið í meðferð. „Þetta hættir að verða gaman og þetta fór að vera erfitt. Þetta fór að vera svona eins og ég gat ekki án þess verið,“ segir Sigurþór. Þegar faðir hans lést eftir baráttu við krabbamein breyttust hlutirnir hratt. „Þá er ég bara orðinn dópisti og farinn að nota á hverjum einasta degi. Það snýst allt um það að eiga kók, eða róandi lyf eða áfengi. Ég reyndi eitthvað að berjast í gegnum þetta og segja öllum að þetta væri ógeðslega gaman en það var það alls ekki. Þarna er ég byrjaður að særa fjölskylduna mína meira en nokkur tímann ég hefði geta gert mér grein fyrir. Þarna þarf mamma mín að leita sér gríðarlegrar hjálpar og hún grennist ógeðsleg hratt og öll fjölskyldan mín á um sárt að binda. Þetta var ekki eitthvað sem ég var að hugsa þá, svo sannarlega ekki. Ég kom mér í gríðarlega miklar skuldir og eyddi þessum arfi mínum mjög hratt og örugglega, því miður.“ Sökk dýpra en nokkru sinni fyrr Sigurþór skuldaði margar milljónir sem fjölskyldan sá um á þessum tíma að yrðu borgaðar þannig að hann myndi ekki lenda illa í óæskilegu fólki. Það stoppaði hann þó ekki í neyslunni. „Ég varð hræddur og mér var hótað. Þetta fór aldrei lengra og þetta fór allt betur en ég þorði nokkur tímann að vona,“ segir Sigurþór sem hefur stolið, sært og logið af fjölmörgum sem hann elskar. Hann hefur farið ítrekað í meðferð en varð fyrst almennilega edrú árið 2013 og fór þá á Hlaðgerðarkot og var þar í hálft ár. „Þá var ég búinn að vera á götunni í einhverja mánuði og þetta var hrikalega erfiður tími,“ segir Sigurþór sem fór síðan að selja fíkniefni tveimur árum síðar, neytti ekki sjálfur í fyrstu en ákvað síðan að prófa bara smá sem varð til þess að hann sökk dýpra en nokkru sinni fyrr. Sigurþór hefur glímt við mikinn kvíða í mörg ár. „Þarna er ég í því í rauninni í fjórtán mánuði. Búið að taka bílinn af mér, credit og debit kortin farin og bara búið að svipta mig, það átti bara eftir að svipta mig upp á geðdeild á Landspítala. Ég var farinn að haltra og með kæki í augunum og bjó á götunni. Ég var ógeðslega grannur og vond lykt af mér. Ég var vakandi meira og minna allt þetta ár og náði mest að vera vakandi í fjórtán daga í röð.“ Þarna voru allir, vinir og fjölskylda búin að gefast upp á honum og bjuggust fáir við að hann myndir nokkru tímann komast út úr þessu ástandi. „Ég vonaðist eftir því að fá að deyja út af vanlíðan. Ég sá enga leið og hugsaði með mér, jæja Sigurþór nú þarft þú að fara koma þér í burtu. Þú þarft eiginlega að fara drepa þig og þetta er í mér mjög lengi. Ég fæ heimsókn frá handrukkara og mér eru settir einhverjir afarkostir. Ég sé mig ekki koma mér út úr þessu og þarna sá ég svartasta skammdegi í lífi mínu.“ Á þessum tíma var hann í blokk í Keflavík. Vissi af byssunni „Ég vissi af byssu sem ég gæti komist í og þá sendir vinkona mömmu minnar mér sms. Hún spyr hvernig ég sé, og ég svara henni að ég sé ekki góður. Hún sendir að ég verði bara að fremja einhvern glæp svo lögreglan handtaki mig og komi mér fyrir inni á geðdeild. Þarna brotnaði ég niður og þetta var algjör vendipunktur.“ Hann fer þarna í enn eina meðferðina þrátt fyrir að hafa reynt að komast inn á geðdeild en hafi verið hafnað þrátt fyrir að vera í sjálfsvígshugleiðingum. „Ég varð þarna edrú í eitt og hálft ár en það er alltaf eitthvað sem dregur mig aftur á fyllerí. Það eru þessi óuppgerðu mál sem eru í mér, reiði, kvíði, þráhyggja, gríðarleg meðvirkni. Þegar ég dett í þennan gaur og gleymi mér, þá er stutt í það að ég detti í það.“ Núna hefur hann verið edrú frá því í desember og segist vera hræddur að falla. „Það hef ég aldrei verið og það er ákveðið batamerki. Ég er skíthræddur við það að falla, verða stjórnlaus og vita ekki hvað ég á að gera. Þetta er bara einn dagur í einu,“ segir Sigurþór en hér að neðan má horfa á innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira