Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 07:31 John W. Henry, eigandi Liverpool, sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgunsárið. getty/Harold Cunningham John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira