Börnin búa betur í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 14:00 Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Til þess þarf hún að vera málefnaleg og byggð á staðreyndum. Rangfærslur og lygar má ekki klæða í búning gagnrýninnar umræðu til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. Því miður er slíkt þó algengt í pólitík og þegar það er stundað blasir við okkur ódýr og aum pólitík. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðabæjar hélt oddviti Garðabæjarlistans, Sara Dögg Svanhildardóttir, því fram að það vanti 300 rými fyrir leikskólabörn í Garðabæ á þessu ári. Hún hélt því líka fram að börn fædd árið 2019 væru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þetta er rangt og bæjarfulltrúinn á að vita betur. 12 mánaða börn fá leikskólavist Nú þegar er búið að innrita í leikskóla öll þau börn sem fædd eru á fyrri hluta ársins 2020, þ.e. þau börn sem fædd eru í janúar til 1. júlí. Það þýðir að öll börn, sem verða orðin 14 mánaða og eldri í haust, eru nú þegar komin með leikskólapláss í Garðabæ og byrja í leikskóla í haust. Við erum að vinna að lausnum til að bjóða börnum sem eru 14 mánaða og yngri leikskóladvöl. Undirbúningur hófst í fyrra, á sama ári og þessi börn voru að fæðast. Garðabær hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á góða þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og á því hefur engin breyting orðið. Áfram munum við bjóða yngstu börnunum leikskóladvöl. Í fyrra var því strax hafin vinna við að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu, m.a. með því að kanna möguleika á nýtingu á húsnæði til bráðabirgða og með því að taka í notkun lausar kennslustofur. Lokaútfærslan skýrist á næstu vikum og foreldrar yngstu barnanna verða látnir vita um leið og þetta liggur fyrir. Í fyrra var einnig blásið til hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Það er jákvætt að Urriðaholtið er eftirsótt hjá ungum barnafjölskyldum og að leikskólabörnum fjölgi. Hröð uppbygging kallar á hröð og vönduð vinnubrögð. Hún kallar líka á málefnalega umræðu, byggða á staðreyndum. Staðan best í Garðabæ Nágrannasveitarfélögin eru að bjóða 15 til 20 mánaða gömlum börnum leikskólavist í haust. Reykjavík sker sig úr, þar fer inntaka eftir hverfum og er staðan í nokkrum hverfum Reykjavíkur mjög slæm þar sem tveggja ára börn eru enn ekki komin inn á leikskóla. Hér í Garðabæ er staðan önnur. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og sú stefna er óbreytt. Tólf mánaða börn munu komast inn í leikskóla í Garðabæ í haust. Þau sem eru yngri og fædd 2020 fá svör á næstu vikum. Þar fyrir utan á innritun í leikskóla ekki eingöngu að vera á haustin, þá gerist það að þau börn sem eru fædd eftir haustið þurfa að bíða fram á næsta haust. Eitt ár er langur tími í lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Þessu höfum við verið að breyta og þannig er sumaropnun leikskólanna í Garðabæ mikilvægur hlekkur í því að bjóða upp á góða þjónustu. Það hafa ekki allir kost á því að fara í frí frá vinnu í júlí og eins hentar það einfaldlega ekki öllum. Því er mikilvægt að bjóða upp á þetta val. Síðast en ekki síst er auðvitað ekki hægt að tala um leikskólana okkar í Garðabæ án þess að hrósa öllu því góða fólki sem þar starfar. Við eigum mikinn mannauð í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Góð þjónusta við barnafjölskyldur Góð þjónusta við barnafjölskyldur í Garðabæ hefur orðið til þess að ungum fjölskyldum fjölgar hlutfallslega í bænum. Á þessu ári innritum við um 30% fleiri börn en við útskrifum úr leikskólunum og er það jákvæð þróun. Hún er líka í takti við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í Garðabæ. Fjölgun íbúða var mest í Garðabæ í fyrra og sveitarfélagið fjárfesti fyrir þrjá og hálfan milljarð, rétt eins og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti til! Málflutningur oddvitans er því ekki bara ómálefnalegur heldur einfaldlega rangur. Það er ábyrgðarhluti að vera kjörinn fulltrúi og stíga fram með slíkar staðreyndavillur. Óvandaður málflutningur af því tagi elur á ótta og óöryggi hjá barnafjölskyldum í bænum og er þeim hreint alls ekki bjóðandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun