Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 17:01 Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt að því að opna snemma í sumar. Á veggnum eru múrsteinaflísar sem Jón Mýrdal flutti inn frá Englandi. Þær er gamlar og framleiddar í kringum árið 1910 og eru úr gömlum iðnaðarhúsnæði. Aðsend Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. „Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Sjá meira
„Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Sjá meira