Aðeins 33 ára en ráðinn þjálfari Bayern til næstu fimm ára Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:13 Julian Nagelsmann hefur þótt standa sig afar vel með RB Leipzig. Getty/Odd Andersen Hinn 33 ára gamli Julian Nagelsmann hefur verið ráðinn þjálfari Bayern München frá og með 1. júlí. Nagelsmann skrifaði undir samning til fimm ára við sigursælasta félag Þýskalands. Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira