Dyrnar eru opnar upp á gátt Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:30 Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Háskólar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér. Að allir þurfi stúdentspróf til að dyrnar haldist opnar. Þessi umræða hefur stundum verið frekar neikvæð og snúist um hvað sé ekki verið að gera í stað þess að fjallað sé um það sem verið er að gera og um það sem horfir til betri vegar. Með svokölluðu fagháskólaverkefni sem unnið hefur verið að við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur ýmislegt áunnist, meðal annars að opna frekar aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og að meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu. Fagháskólaverkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er helsta markmiðið með því að bæta flæði milli iðnnáms og háskólanáms og að gera iðn- og tæknimenntun að áhugaverðari og samkeppnishæfari kosti fyrir nemendur. Skilaboð HR eru skýr þ.e. að iðn- og tækninám sé jafnsett öðru bóknámi við háskólann. Því var talið mikilvægt að stofna nýja deild sem byði eingöngu upp á nám á fagháskólastigi. Í mars 2019 var iðn- og tæknifræðideild HR stofnuð en við deildina er kennd iðnfræði, byggingafræði og tæknifræði auk styttra diplómanáms í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og í rekstrarfræði. Stofnun deildarinnar varð til þess að iðn- og tækninám varð sýnilegra og hefur umsóknum um nám við deildina fjölgað um 130% frá stofnun hennar. Ávinningur í hverju skrefi Eins og áður segir hefur viðhorf til iðnnáms oft verið þannig að búið sé að marka ákveðna braut, þ.e. að þau sem velji sér að fara í iðnnám séu búin að loka þessum margumtöluðu dyrum að baki sér. Svo er þó alls ekki. Við í iðn- og tæknifræðideild viljum leggja áherslu á að með því að velja iðnnám sé hægt að halda áfram ákveðna heildstæða námsleið þar sem ávinningur fæst í hverju skrefi. Nemendur sem fara þessa leið eru alltaf tilbúnir til að taka þátt í atvinnulífinu að loknu hverju skrefi. Með þessu er þó alls ekki verið að segja að allir þurfi að mennta sig meira heldur að leiðin að frekara námi sé alltaf opin ef áhugi er fyrir því að sækja sér meiri menntun. Ein leið sem hefur verið farin við iðn- og tæknifræðideild HR til að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi er að bjóða upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. Stöðuprófin eru fyrir þau sem hyggja á nám í tæknifræði en uppfylla ekki inntökuskilyrði í stærðfræði og/eða eðlisfræði. Þannig verður nám í iðn- og tæknifræðideild opið fyrir fleirum og nemendur betur undirbúnir þegar þeir hefja nám í tæknifræði. Prófin voru haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og hófu fimm nemendur nám í tæknifræði síðastliðið haust sem nýttu sér þessa leið en þau hefðu annars ekki haft tækifæri til að komast inn í námið. Nám, þekking og reynsla metin Tíminn er dýrmæt auðlind og því skiptir miklu máli að tryggt sé að háskólanemar með iðnmenntun þurfi ekki að sækja námskeið á háskólastigi sem eru sambærileg við námskeið sem þeir hafa þegar lokið í iðnnámi – minni tíma er þannig sóað. Áhersla hefur verið lögð á þetta í fagháskólaverkefninu og hefur mikil vinna verið lögð í að rýna, endurskoða og samhæfa námsbrautir sem þegar eru til staðar. Verkefnið hefur verið unnið náið með Tækniskólanum, Rafmennt og IÐUNNI og er markmiðið að mynda samfellu í námi. Einnig hefur verið unnið að því að meta starfsreynslu og þekkingu í ríkari mæli en áður hefur verið gert. Þetta verður vonandi til þess að flæði iðnmenntaðra inn í háskólann verði meira og að fleiri einstaklingar með iðnmenntun sjái sér hag í að útskrifast úr háskóla en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki með slíka menntun. Það er mikilvægt að fram komi að ekki er verið að slá af kröfum með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, hvort sem verið er að tala um gæði námsins eða kröfur sem gerðar eru til nemenda. Einnig er mikilvægt að umræða um iðn- og tækninám verði jákvæðari hér á landi og að vitneskja um að verið sé að auka aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og meta starfsmenntun, þekkingu og reynslu í ríkari mæli við námsframvindu verði almennari. Það leiðir vonandi til þess fleiri ákveði að fara í iðn- og tækninám og að þau viti að dyrnar að frekara námi eftir það, ef áhugi er fyrir hendi, eru opnar upp á gátt. Höfundur er verkefnastjóri við iðn- og tæknifræðideild HR og stýrir fagháskólaverkefninu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun