Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 07:43 Pusey játaði að hafa gert grín að lögreglumönnunum þar sem þeir lágu deyjandi. epa Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00