Sky lagoon á að skapa 110 störf, en framkvæmdastjóri er Dagný Pétursdóttir. Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna.

Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabyggingu.






