Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 20:22 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. Ríkisstjórnin kynnti framhald á aðgerðum sínum til að mæta efnahagsáfalli faraldursins í dag. Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins fá 100 þúsund króna eingreiðslu og þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. 100 þúsund krónur dugi skammt Í yfirlýsingu ASÍ vegna aðgerðanna lýsir sambandið yfir stuðningi við þrjár aðgerðir sem snerti atvinnuleitendur en áréttar að þær gangi fjarri því nógu langt til að koma til móts við vanda á vinnumarkaði og utan hans. Í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir að fyrirtæki fái styrk til að endurráða starfsfólk á hlutabótum í fyrra starfshlutfall. ASÍ segist telja mikilvægt að ráðningasamband viðhaldist og að fullu ráðningasambandi sé komið á svo fljótt sem verða megi í tilvikum launafólks sem er á hlutabótaleið. Halda verði áfram með hlutabótaleiðina eins lengi og hennar sé þörf, ella kunni að vera hætta á frekari uppsögnum. Í öðru lagi sé gert ráð fyrir að sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í fjórtán mánuði eða lengur fái greiddan styrk sem nemur að hámarki 100 þúsund krónum. Hér sé um að ræða þann hóp sem missti vinnuna áður en tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta var hækkað úr þremur mánuðum í sex. „ASÍ fer fram á að þessi hópur njóti sömu réttinda og aðrir til sex mánaða tekjutengdra bóta enda duga 100 þúsund krónur skammt í því samhengi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í þriðja lagi sé gert ráð fyrir að framlengja lög um að tekjutengdar atvinnuleysisbætur greiðist í sex mánuði í stað þriggja. ASÍ segist hafa sett fram kröfu þar að lútandi en áréttar þá afstöðu að miða eigi við sex mánuði til frambúðar, ekki eingöngu tímabundið. Vill aukinn þunga í atvinnusköpun Aðrar aðgerðir lúti meðal annars að framlengingu og útvíkkun á úrræðum sem fyrirtæki hafa notið, nýrri ferðagjöf og stofnun ferðatryggingasjóðs. Einnig sé gert ráð fyrir að sérstakur barnabótaauki verið greiddur til þeirra sem fá tekjutengdar bætur og telur ASÍ það skynsamlega sértæka ráðstöfun sem nýtist þar sem helst skyldi. Þá séu möguleikar á úttekt séreignarsparnaðar framlengdir. ASÍ segist fagna auknu fjárframlagi til geðheilbrigðismála til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að sá stuðningur nái líka til ungs fólks á aldrinum 15-24 ára en sambandið segist hafa þungar áhyggjur af auknu atvinnuleysi, óvirkni og heilsubresti í þeim aldurshópi. „ASÍ áréttar þá afstöðu sína að stjórnvöld sýni úthald með aðgerðum sínum við þessar aðstæður. Ef dregið er úr of snemma getur það orðið til þess að dýpka kreppuna og auka á skaðsemi hennar. Þá kallar ASÍ eftir auknum þunga í atvinnusköpun, en allar áætlanir gera ráð fyrir að glíman við atvinnuleysi verði lengri en almennt hefur verið á Íslandi. Slík framtíðarsýn er ekki viðunandi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti framhald á aðgerðum sínum til að mæta efnahagsáfalli faraldursins í dag. Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins fá 100 þúsund króna eingreiðslu og þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. 100 þúsund krónur dugi skammt Í yfirlýsingu ASÍ vegna aðgerðanna lýsir sambandið yfir stuðningi við þrjár aðgerðir sem snerti atvinnuleitendur en áréttar að þær gangi fjarri því nógu langt til að koma til móts við vanda á vinnumarkaði og utan hans. Í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir að fyrirtæki fái styrk til að endurráða starfsfólk á hlutabótum í fyrra starfshlutfall. ASÍ segist telja mikilvægt að ráðningasamband viðhaldist og að fullu ráðningasambandi sé komið á svo fljótt sem verða megi í tilvikum launafólks sem er á hlutabótaleið. Halda verði áfram með hlutabótaleiðina eins lengi og hennar sé þörf, ella kunni að vera hætta á frekari uppsögnum. Í öðru lagi sé gert ráð fyrir að sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í fjórtán mánuði eða lengur fái greiddan styrk sem nemur að hámarki 100 þúsund krónum. Hér sé um að ræða þann hóp sem missti vinnuna áður en tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta var hækkað úr þremur mánuðum í sex. „ASÍ fer fram á að þessi hópur njóti sömu réttinda og aðrir til sex mánaða tekjutengdra bóta enda duga 100 þúsund krónur skammt í því samhengi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í þriðja lagi sé gert ráð fyrir að framlengja lög um að tekjutengdar atvinnuleysisbætur greiðist í sex mánuði í stað þriggja. ASÍ segist hafa sett fram kröfu þar að lútandi en áréttar þá afstöðu að miða eigi við sex mánuði til frambúðar, ekki eingöngu tímabundið. Vill aukinn þunga í atvinnusköpun Aðrar aðgerðir lúti meðal annars að framlengingu og útvíkkun á úrræðum sem fyrirtæki hafa notið, nýrri ferðagjöf og stofnun ferðatryggingasjóðs. Einnig sé gert ráð fyrir að sérstakur barnabótaauki verið greiddur til þeirra sem fá tekjutengdar bætur og telur ASÍ það skynsamlega sértæka ráðstöfun sem nýtist þar sem helst skyldi. Þá séu möguleikar á úttekt séreignarsparnaðar framlengdir. ASÍ segist fagna auknu fjárframlagi til geðheilbrigðismála til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að sá stuðningur nái líka til ungs fólks á aldrinum 15-24 ára en sambandið segist hafa þungar áhyggjur af auknu atvinnuleysi, óvirkni og heilsubresti í þeim aldurshópi. „ASÍ áréttar þá afstöðu sína að stjórnvöld sýni úthald með aðgerðum sínum við þessar aðstæður. Ef dregið er úr of snemma getur það orðið til þess að dýpka kreppuna og auka á skaðsemi hennar. Þá kallar ASÍ eftir auknum þunga í atvinnusköpun, en allar áætlanir gera ráð fyrir að glíman við atvinnuleysi verði lengri en almennt hefur verið á Íslandi. Slík framtíðarsýn er ekki viðunandi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira