Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2021 16:00 Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun